Forsíða/Fréttir

Óveður

Skráð þann 18. desember 2019 kl. 16:02

LOKUN klukkan 14:00 


Leikskólastarf raskast.


Enginn ætti að vera á ferli eftir kl. 15 í dag nema brýn nauðsyn beri til.


Gefin hefur verið út appelsínugul viðvörun vegna óveðursins sem spáð er.


Foreldrar og forráðamenn barna eru beðnir að sækja börn sín fyrir kl. 14 
svo tryggt sé að börn, foreldrar og starfsfólk skólans geti náð heim til sín áður en veðrið skellur á.


Leikskólinn lokar því kl. 14.


Lokun skólans er tilkomin vegna öryggisráðstafana, en enginn ætti að vera á ferli í veðri eins og spáð er.

Við biðjum ykkur að fylgjast vel með veðri í fjölmiðlum og fylgja tilmælum yfirvalda.

Appelsínugul viðvörun þýðir að það séu miðlungs eða miklar líkur á veðri sem geti valdið miklum samfélagslegum áhrifum, tjóni eða slysum ef aðgát er ekki höfð.


Image result for reykjavikurborg veður